Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Syndum í nóvember!

01.11.2022

 

Syndum, landsátak í sundi, var sett formlega í Laugardalslauginni í morgun.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Björn Sigurðsson formaður Sundsambands Íslands fluttu ávörp í dásamlegu veðri á bakka Laugardalslaugar. Þeir hvöttu landsmenn til þátttöku í þessu skemmtilega átaki og nýta vel allar frábæru sundlaugarnar sem finnast um allt landið. Brynjólfur Björnsson sundþjálfari var einnig á staðnum með sundgarpana sína sem syntu átakið formlega af stað.

Allir geta tekið þátt í verkefninu með því að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í „Mínar skráningar”. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá síðan hversu langt var synt. Þeir sem eiga notendanafn í Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað þa ðtil að skrá sig inn. Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt von á verða dregnir út og vinna veglega vinninga.

Á heimasíðu Syndum, www.syndum.is, eru allar nánari upplýsingar um verkefnið auk ýmiss annars fróðleiks og upplýsinga um sundlaugar landsins. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ísland. Landsmenn skrá sig og metrana sem þeir synda á forsíðu www.syndum.is