Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ársfundur LÍ 2022

02.11.2022

 

Ársfundur Lyfjaeftirlits Íslands (LÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 31. október sl.

Erna Sigríður Sigurðardóttir formaður stjórnar LÍ hætti störfum í stjórn og tók Skúli Skúlason við embættinu. Með Skúla í stjórn eru Helgi Freyr Kristinsson, Pétur Magnússon og Pétur Sigurður Gunnarsson. Varamaður í stjórn er Sif Jónsdóttir.

Ársreikningur LÍ var samþykktur, ásamt rekstraráætlun. Þrátt fyrir tíðar samkomutakmarkanir og sóttvarnarráðstafanir þá varð fjölgun á lyfjaprófum frá fyrra ári en á sama tíma fækkaði fræðslufyrirlestrum. Hins vegar tók lyfjaeftirlitið í fyrsta sinn að sér að fræða grunnskólanemendur um orkudrykki á árinu 2021. Hefur þeim fyrirlestrum farið fjölgandi því töluverð eftirspurn er eftir slíkri fræðslu, að gefnu tilefni.

Fyrsti samningur milli mennta- og barnamálaráðuneytis og LÍ rann út 31. desember sl. en ákveðið var að semja tímabundið til eins árs í kjölfarið og rennur sá samningur út 31. desember nk.  Fjárframlagið til lyfjaeftirlits á árinu 2022 er kr. 26,5 m.króna.

Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri.