Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

„Við hjá Íþróttafélaginu Gróttu erum stolt og þakklát“

03.11.2022

 

Íþróttafélagið Grótta fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á fundi aðalstjórnar í vallarhúsi Gróttu miðvikudaginn 2. nóvember síðastliðinn. 

Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar til fulltrúa aðalstjórnar og allra deilda félagsins, þ.e. knattspyrnu-, handknattleiks- og fimleikadeildar. Félagið hlaut fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2005.

Á hópmyndinni eru frá vinstri, Andri Stefánsson, Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar, Þröstur Þór Guðmundsson formaður Íþróttafélagsins Gróttu, Þorsteinn Ingason formaður knattspyrnudeildar og Gunnlaugur Jónsson íþróttastjóri félagsins.  Myndirnar tók Eyjólfur Garðarsson.

„Við hjá Íþróttafélaginu Gróttu erum stolt og þakklát fyrir að fá viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag.  Það er afar mikilvægt fyrir félagið að ná þessu markmiði enda keppist Grótta við að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum“, sagði Þröstur Þór formaður félagsins af þessu tilefni.

Myndir með frétt