Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
18

„Handbækur félagsins veita félaginu ákveðið aðhald“

04.11.2022

 

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í Blue höllinni í Keflavík fimmtudaginn 3. nóvember síðastliðinn. Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti Einari Haraldssyni, formanni félagsins, og fulltrúum átta deilda viðurkenningarnar rétt fyrir leik Keflavíkur og Hauka í Subway deild karla í körfuknattleik.  Félagið fékk viðurkenninguna fyrst árið 2003 og var fyrsta félagið sem fékk þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.

Á hópmyndinni sem fylgir fréttinni er Einar Haraldsson formaður félagsins, lengst til hægri, ásamt fulltrúum deilda félagsins og iðkendum með viðurkenningarnar og fána Fyrirmyndarfélaga. Á hinni myndinni er Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ að ávarpa við afhendinguna. Myndirnar tók Jóhann Páll Kristbjörnsson hjá Víkurfréttum.

„Handbækur félagsins og deildanna veita okkur ákveðið aðhald svo sem hvað varðar verkferla og stefnur sem skipta okkur miklu máli og eflir starfið í alla staði.  Þetta segir foreldrum, styrktaraðilum, sjálfboðaliðum og ekki síst bæjaryfirvöldum að það sé verið að vinna faglegt starf innan félagsins á öllum sviðum“ sagði Einar Haraldsson formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags af þessu tilefni.  

Myndir með frétt