Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Auglýst eftir umsóknum í Lýðheilsusjóð

08.11.2022

 

Opið er fyrir umsóknir um styrki í Lýðheilsusjóð fyrir árið 2023 og er umsóknarfrestur til og með 15. nóvember nk. 

Lýðheilsusjóður er starfræktur í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu og hefur það hlutverk að styrkja forvarna- og lýðheilsustarf í landinu í samræmi við markmið laganna.

Að þessu sinni verður áhersla lögð á styrki til aðgerða sem miða að því að efla geðheilsu og félagsfærni, aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu, verkefni sem tengjast áfengis- vímu- og tóbaksvörnum, verkefni sem tengjast kynheilbrigði og verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði og heilsu.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu embættis landlæknis.

Úthlutunarreglur sjóðsins má finna hér.