Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
17

Guðni áfram formaður LH

08.11.2022

 

Landsþing Landssambands hestamannafélaga (LH) fór fram helgina 4.-5. nóvember sl. í Fáksheimilinu í Víðidal. Landsþingið fer með æðsta vald í málefnum LH.

Á þinginu var kosið í stjórn sambandsins. Guðni Halldórsson var endurkjörinn formaður sambandsins en hann var einn í framboði til embættisins. Aðrir í stjórn LH eru Edda Rún Ragnarsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Hákon Hákonarson, Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Sóley Margeirsdóttir. Tólf einstaklingar voru í framboði til sex stjórnarsæta. Einnig var kosið um fimm varamenn og voru níu framboði. Þau sem hlutu kosningu í varastjórn voru Gróa Baldvinsdóttir, Randi Holaker, Sveinn Heiðar Jóhannesson, Birna Tryggvadóttir og Valdimar Magnús Ólafsson.

Þingið fjallaði um fjölmargar tillögur er varða regluverk íþróttarinnar. Samþykkt var áskorun á stjórnvöld að stíga fast til jarðar í málum tengdum aðbúnaði og meðferð dýra á Íslandi og grípa til aðgerða þar sem mál koma upp þar sem velferð dýra er ógnað. Nánari upplýsingar um þingið er að finna á heimasiðu LH.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Garðarsson, sem hélt stutt ávarp við þingsetningu. Valdimar Leó Friðriksson úr stjórn ÍSÍ var þingforseti. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri var einnig viðstaddur þingsetningu þingsins.