Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Heilbrigðisþing 2022 - 9. nóvember

08.11.2022

Heilbrigðisþing 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 10. nóvember. Þingið verður að þessu sinni helgað lýðheilsu.

Á þinginu verður einstaklingurinn í forgrunni með áherslu á allt það sem við getum sjálf gert til að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu. Jafnframt verður fjallað um hvernig stjórnvöld og stofnanir samfélagsins geta með ákvörðunum sínum og aðgerðum skapað almenningi sem bestar aðstæður til heilsueflingar á öllum æviskeiðum. 

Fullbókað er á þingið en hægt verður að fylgjast með streymi frá þinginu í gegnum forritið www.sli.do. Aðgangskóði er #lydheilsuthing. Einnig er hægt að nota smáforritið Slido sem er aðgengilegt í Google Play eða App Store. Aðgangskóðinn er sá sami. 

Dagskrá þingsins er mjög áhugaverð enda málaflokkurinn víðfemur. Verkefnastjórar ÍSÍ og Landssambands eldri borgara, þær Margrét Regína Grétarsdóttir og Ásgerður Guðmundsdóttir verða meðal fyrirlesara á þinginu en þær ætla þar að fjalla um Bjartan lífsstíl, heilsueflingu eldra fólks.

Hér er að finna upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesarana, dagskrá og íterefni.