Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Lukkudýr ÓL í París kynnt til sögunnar!

16.11.2022

 

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í París 2024 hafa kynnt til sögunnar lukkudýr Ólympíuleikanna og Paralympics. Lukkudýrin eru kölluð Phryges, sem gæti verið þýtt sem Frýgar, og eru rauðar húfur sem byggja á frægu frýgísku (Phrygian) húfunni, tákn frelsis. Frýgarnir hafa staðið saman öxl við öxl, með frönsku þjóðinni á öllum helstu augnablikum sögunnar og eru nú sannfærðir um að íþróttir geti breytt öllu! Frýgarnir vilja spila stórt hlutverk í lífi Frakka og aðstoða við að bæta aukinni hreyfingu og íþróttum inn í daglegt líf fólks.

Frýgarnir eru byggðir á húfum, sem táknað hafa frelsi og verið hluti af sögu Frakklands um aldir. Frýgíska húfan er kunnuglegt tákn í Frákklandi, tákn byltinga, franska lýðveldisins og frelsis. Hana má sjá á franska þjóðartákninu, Marianne, hún er sýnd í brjóstmyndum í ráðhúsum víðs vegar um landið sem og á frímerkjum. Einnig er fjallað um hana í aðalnámskrá skóla í Frakklandi. Húfan var hluti af öllum helstu atburðum í franskri sögu. Franska þjóðskjalasafnið býr yfir heimildum um að frýgískar húfur hafi verið notaðar við byggingu Notre-Dame dómkirkjunnar í París árið 1163, í byltingunni árið 1789, við byggingu Eiffelturnsins og á Ólympíuleikunum í París árið 1924.

Nánari upplýsingar um lukkudýr leikanna er að finna á heimasíðu leikanna.