Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Formannafundur ÍSÍ 2022 framundan

25.11.2022

 

Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn í dag, föstudaginn 25. nóvember. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna og framkvæmdastjóra sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga. 

Formannafundurinn er haldinn í Fáksheimilinu í Víðidal að þessu sinni en þar mun ÍSÍ m.a. gefa skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga. Á undan fundinum verður kynning á nýútgefinni viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og einnig verður kynning á verkefni ÍSÍ um góða stjórnunarhætti. Þessar kynningar verða einnig í Fáksheimilinu í Víðidal.