Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

100 ára afmælishóf UMSK

29.11.2022

 

Ungmennasamband Kjalarnesþings fagnaði 100 ára afmæli sambandsins sunnudaginn 19. nóvember sl. með afmælishófi í Hlégarði í Mosfellsbæ. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ ávarpaði samkomuna og afhenti Guðmundi Sigurbergssyni formanni UMSK gjöf til sambandsins í tilefni af aldarafmælinu, málverk eftir listakonuna Elsu Nielsen.

Fjölmennt var í afmælishófinu og þar fóru m.a. fram afhendingar ýmissa heiðursveitinga til einstaklinga sem lagt hafa mikið af mörkum til íþrótta á starfssvæði UMSK.

UMSK er annað stærsta íþróttahérað innan ÍSÍ og innan þess starfa íþrótta- og ungmennafélög í Garðabæ, Kjós, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Á heimasíðu sambandsins má finna í rafrænu formi sögu sambandsins á árunum 1922-1962, ritaða af Jóni M. Ívarssyni en áætlað er að klára söguna á afmælisárinu og er það Bjarki Bjarnason sem sér um þann hluta söguritunarinnar.

 

Myndir með frétt