Lífshlaupið 2023 - skráning hefst 18. janúar!
Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarátak ÍSÍ, hefst 1. febrúar næstkomandi og hefst skráning þann 18. febrúar. Lífshlaupið höfðar til allra aldurshópa.
Vinnustaðakeppnini stendur yfir í þrjár vikur og grunn- og framhaldsskólakeppnin stendur yfir í tvær vikur.
Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Embætti landlæknis ráðleggur fullorðnum að hreyfa sig í minnst 30 mínútur á dag og börnum og unglingum að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag.
Vert er að vekja athygli á því að einstaklingar geta verið skráðir í Lífshlaupið allt árið um kring og nýtt vefinn til að skrá og halda utan um reglubundna hreyfingu. Skrá má alla hreyfingu ef hún nær minnst 30 mínútum samtals hjá fullorðnum og 60 mínútum hjá börnum og unglingum en skipta má tímanum upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10 - 15 mín. í senn.
Allar upplýsingar um skráningu í Lífshlaupið, sem og reglur, má finna hér og myndrænar leiðbeiningar um skráningu má einnig finna á ensku með því að smella hér.
Þín heilsa - þín skemmtun!
Verum hraust!