Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
19

Þátttakendur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar staðfestir

12.01.2023

 

Það styttist í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu 21.-28. janúar.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur nú staðfest íslenska hópinn sem fer á hátíðina:

Hér er hægt að sjá lista yfir þátttakendur.

Í síðustu viku var haldinn stór upplýsingafundur með öllum þátttakendum og aðstandenum. Farið var yfir helstu upplýsingar varðandi ferðatilhögun, skipulag og fleira. Að mörgu er að hyggja þegar farið er í keppnisferð af þessu tagi en fararstjórn verður í höndum þeirra Brynju Guðjónsdóttur aðalfararstjóra og Kristínar Birnu Ólafsdóttur aðstoðarfararstjóra sem báðar eru sérfræðingar á Afrekssviði ÍSÍ og búa yfir góðri reynslu af verkefnum sem þessu.