Ársþing MSÍ
Ársþing Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands var haldið í nýrri fundaraðstöðu ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni að Engjavegi laugardaginn 4.mars. Þingið var nokkuð hefðbundið en vel sótt þar sem rúmlega 30 manns mættu.
Ný stjórn var kosin og tók Guðmundur Gústafsson við formannskeflinu af Jónatani Halldórssyni. Pétur Smárason og Björk Erlingsdóttir voru endurkjörin í stjórnina og Sveinn Logi Guðmannsson kosinn nýr inn en hann hafði setið í varastjórn síðastliðin tvö ár. Oddur Jarl Haraldsson var kosinn nýr inn í stjórn. Ingólfur Snorrason var endurkjörinn í varastjórn en auk hans voru Jóhann Leví Jóhannsson og Jónatan Þór Halldórsson, fráfarandi formaður, kjörnir í varastjórn. Karl Gunnlaugsson lét af störfum og honum þökkuð góð störf.
Helstu mál þingsins voru lagabreytingar, að reikningsárinu var breytt yfir í almanaksárið og fastanefndir lögfestar.
Fyrir hönd ÍSÍ mætti Hafsteinn Pálsson, 2.varaforseti ÍSÍ, og ávarpaði þingið.
Á meðfylgjandi myndum má sjá frá þinginu og hina nýja stjórn.
Stjórnin frá vinstri: Sveinn Logi Guðmannsson, Pétur Smárason, Guðmundur Gústafsson, Björk Erlingsdóttir, Oddur Jarl Haraldsson, Ingólfur Snorrason, Jóhann Leví Jóhannsson, Karl Gunnlaugsson (heiðursforseti) og Jónatan Þór Halldórsson.