Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Miðasala á ÓL í París 2024

27.03.2023

 

Við vekjum athygli á því að nýtt fyrirkomulag miðasölu fyrir Ólympíuleikana í París 2024 var tekið upp í ár.  Núna eru skipuleggjendur leikana þeir einu sem selja miða á viðburði leikanna og hefur skrifstofa ÍSÍ enga milligöngu lengur.  

Í gangi er nú sölufasi 2 þar sem áhugasömum gefst kostur á að taka þátt í miðalottó, hafi þeir áhuga á að kaupa staka miða á viðburði, setningar- og/eða lokahátíð leikanna.  Til þess að eiga möguleika á miða þarf að skrá sig í áðurgreint miðalottó sem finna má á heimasíðu leikanna og er opið fyrir skráningar til 20.apríl 2023! Hér má finna skráningarsíðuna.

Til að tryggja að miðalottóumsækjendur fái sem bestar upplýsingar varðandi miðasöluna er mælt með að allir skrái sig í Club Paris 2024 en þeir sem skrá sig þar inn munu vera í forgangi þegar dregið verður út í miðalottóinu.  Allar nánari upplýsingar varðandi miðamál leikanna er að finna á heimasíðu leikanna

Ef óskað er eftir VIP-pakka á leikana er mögulegt að kaupa þá í gegnum fyrirtækið On Location, sem er samstarfsaðila ÓL í París.  Þeir eru dýrari en innihalda eitthvað aukalega, t.d. ferðir, gistingu, mat og upplifun auk miða á viðburði. Allar upplýsingar varðandi VIP pakka On Location má finna hér
.


Smelltu hér til að finna dagskrá leikanna, staðsetningar viðburða og miðaverð.

Myndir með frétt