Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

51. þing ÍBR

30.03.2023

 

Fimmtudaginn 23. mars fór fram þing ÍBR á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut. Tæplega 70 fulltrúar mættu á þingið sem heppnaðist mjög vel.  Sigríður Jónsdóttir, fyrrverandi varaforseti ÍSÍ, var þingforseti og Steinn Halldórsson var varaþingforseti.   Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, úr framkvæmdastjórn, mættu fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði Kolbrún Hrund þingið.  

Kosið var í stjórn ÍBR og bættust ný inn þau Margrét Hafsteinsdóttir og Kristinn Steinn Traustason.  Benedikt Ófeigsson kom nýr inn í varastjórn.  Ingvar Sverrisson er formaður ÍBR.  Þá var sjálfboðaliðum og fyrrum stjórnarmeðlimum veitt heiðursmerki og þeim þökkum góð störf í þágu íþróttanna.  

Þinggögn má skoða hér