Ársþing USVH
04.04.2023
Ársþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) var haldið 28.mars sl. í Grunnskóla Húnaþings vestra. Mæting var góð en yfir 30 manns voru mætt og var Júlíus Guðni þingforseti. Farið var yfir hefðbundin störf, s.s. árskýrslur, skýrslu stjórnar og fleira. Ekki lágu fyrir mörg mál fyrir þingið að þessu sinni og fór það vel fram.
Einungis ein breyting var gerð á stjórninni en Valdimar Gunnlaugsson kom inn sem varamaður í stjórn. Guðrún Helga Magnúsdóttir er formaður USVH.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Garðar Svansson, úr framkvæmdastjórn, og Ómar Stefánsson, frá UMFÍ saman á þinginu. Garðar mætti fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið.