Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Heiðranir á sambandsþingi ÍF

17.04.2023

 

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra var haldið laugardaginn 15.apríl í ráðstefnusal Laugardalshallar. Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, var þingforseti og stýrði þinghaldi vel.  Farið var yfir hefðbundin störf, kosið í stjórn og ný framtíðarsýn samþykkt af þingfulltrúum.  Þórður Árni Hjaltested var endurkjörinn formaður ÍF til næstu tveggja ára og stjórn síðasta kjörtímabils einnig kjörin áfram.  Stjórn ÍF 2023 - 2025 verður eftirfarandi:
Formaður ÍF var endurkjörinn Þórður Árni Hjaltested og varaformaður Jóhann Arnarson.  Meðstjórnendur voru endurkjörnir Halldór Sævar Guðbergsson, Þór Jónsson og K. Linda Kristinsdóttir.  Í varastjórn voru kjörin Ásta Katrín Helgadóttir, Eva Hrund Gunnarsdóttir og Geir Sverrisson.

Fyrir hönd ÍSÍ voru mætt Hafsteinn Pálsson, 2. Varaforseti, og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, úr framkvæmdastjórn, til að sæma þau Jóhann Arnarsson, varaformaður ÍF, Karl Þorsteinsson, formann boccianefndar ÍF og Margréti Geirrúnu Kristjánsdóttur, fyrrum stjórnarkonu ÍF Gullmerki ÍSÍ fyrir þeirra störf í þágu íþróttanna.

Jóhann Arnarson hefur starfað í stjórn ÍF frá árinu 2003.  Fyrstu árin í varastjórn en frá árinu 2011 sem gjaldkeri og frá árinu 2017 sem varaformaður. Hann hefur um langt árabil verið forstöðumaður sumarbúða ÍF sem haldnar eru ár hvert á Laugarvatni og einnig verið fararstjóri á Alþjóða sumarleikum Special Olympic frá árinu 2003.
 
Karl Þorsteinsson hefur lengi verið í forystu fyrir Boccianefnd ÍF. Hann hefur einnig haldið utam um alla skriffinnsku í tengslum við íþróttina og verið tengiliður ÍF í Norrænu Boccia samstarfi. Hann sér um dómaranámskeið og allar breytingar og innleiðingar keppnisreglugerða auk þess sem hann hefur verið mótsstjóri á Íslandsmótum ÍF í Boccia í áratugi. Þá sat Karl í stjórn Íþróttafélagsins Aspar í fjölda ára.

Margrét Kristjánsdóttir sat í stjórn ÍF frá 2011 til 2015. Margrét er eiginkona Karls Þorsteinssonar og ávallt verið honum til aðstoðar við framkvæmda Boccia mótanna, sem hann hefur komið að.   Hún var í því hlutverki löngu áður en hún tók sæti í stjórn ÍF og eftir að hún hætti í stjórn ÍF.

ÍSÍ óskar Gullmerkishöfunum innilega til hamingju með viðurkenningarnar sínar!