Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

73. Sambandsþing UÍA

24.04.2023

 

73. Sambandsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) fór fram í Nesskóla á Neskaupstað, sunnudaginn 16. apríl sl. Þingið var vel sótt en 59 fulltrúar frá 24 félögum voru mættir og var Þorvarður Sigurbjörnsson þingforseti. Fyrir hönd ÍSÍ var mættur Hafsteinn Pálsson, 2.varaforseti ÍSÍ og ávarpaði hann þingið.  

Sitjandi stjórn UÍA bauð sig öll fram til endurkjörs og var samþykkt.  Benedikt Jónsson heldur því áfram sem formaður og ásamt honum verða í stjórn Þórunn María Þorgrímsdóttir, Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Guðjón Magnússon og Björgvin Stefán Pétursson. Í varastjórn voru kjörin Ásta Kristín Michaelsen Guðmundsdóttir, Eyþór Ásmundsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir. 

Þá voru veittar viðurkenningar og hlutu 6 einstaklingar starfsmerki UÍA.  Hermannsbikar UÍA hlutu Hugrún Hjálmarsdóttir og Björgvin Rúnar Þorvaldsson fyrir framlag sitt til gönguskíðamenningar á Austurlandi, en bikarinn er hvatningarverðlaun fyrir einstakling, deild eða félag sem staðið hefur fyrir nýsköp, þróun eða uppbyggingu í starfi.  Þá var Kristín Embla Guðjónsdóttir, glímukona frá íþróttafélaginu Val, valin íþróttamaður UÍA. 

Nánari upplýsingar um þingið má finna á heimasíðu UÍA.

Meðfylgjandi myndir eru frá þinginu.  Á einstaklingsmyndunum má sjá Benedikt Jónsson, formann, og Hafstein Pálsson, 2. varaforseta ÍSÍ. 

Myndir með frétt