Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Sundþing SSÍ

01.05.2023

 

Sundþing Sundsambands Íslands (SSÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 27. apríl sl. Tæplega 60 manns sátu þingið og voru þingforsetar Ingibjörg Isaksen, fyrrum sundkona og núverandi alþingiskona, og sundgarpurinn og rektorinn, Steinn Jóhannsson. Góðar umræður sköpuðust í nefndum þingsins og var gaman að sjá nýtt fólk á þinginu stíga sín fyrstu skref í sundhreyfingunni. 

Kosið var í stjórn SSÍ á þinginu og var Björn Sigurðsson núverandi formaður SSÍ sjálfkjörinn til ársins 2025. Meðstjórnendur eru Árni Stefánsson, Bjarney Guðbjörnsdóttir, Júlía Þorvaldsdóttir, Guðrún Rósa Þorsteinsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Viktoría Gísladóttir, Leifur Guðni Grétarsson og Hörður J. Oddfríðarson.

Að loknu þinghaldi var boðið upp á veitingar og heiðursviðurkenningar veittar fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar. Einnig var tveimur boðsundssveitum, sem þreytt hafa Ermasundi,ð veitt silfurmerki SSÍ fyrir frábært afrek.
Nánari upplýsingar um heiðurshafana og þingið má finna inn á heimasíðu sundsambandsins

Myndir með frétt