76. Íþróttaþing ÍSÍ hefst í dag!

Í dag, 5. maí, fer 76. Íþróttaþing ÍSÍ fram í Ólafssal, að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þingið verður sett kl. 15:30.
Sambandsaðilar ÍSÍ, þ.e. sérsambönd og íþróttahéruð, eiga samtals rétt á 222 atkvæðisbærum fulltrúum á þinginu og til viðbótar á Íþróttamannanefnd ÍSÍ tvo atkvæðisbæra fulltrúa. Einnig mega þau íþróttahéruð sem eiga einungis rétt á einum þingfulltrúa tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til að sitja þingið. Áheyrnarfulltrúar eru aðeins með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.
Á þinginu verður kosið um sjö meðstjórnendur til næstu fjögurra ára:
Daníel Jakobsson
Elsa Nielsen
Hafsteinn Pálsson
Hannes S. Jónsson
Hjördís Guðmundsdóttir
Hörður Oddfríðarson
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Olga Bjarnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Næst verður kosið um forseta ÍSÍ á Íþróttaþingi árið 2025.
Ársskýrslu 2023 má finna hér.