Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

9

Vésteinn hefur störf

05.05.2023

 

Nú í vikunni hóf Vésteinn Hafsteinsson, nýráðinn Afreksstjóri ÍSÍ, störf en gengið var frá ráðningu hans í janúar sl.  
Starf Afreksstjóra ÍSÍ felur í sér umsjón með Afreksstefnu ÍSÍ og ráðgjöf varðandi afreksstefnur sérsambanda ÍSÍ. Afreksstjóri mun m.a. vinna að framgangi Afreksíþróttamiðstöðvar ÍSÍ, undirbúningi íslenskra keppenda fyrir ólympíska viðburði og að markmiðasetningu í íslensku afreksíþróttastarfi til næstu ára.  Vésteinn mun samhliða Afreksstjórastarfinu leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks.  Fáir Íslendingar hafa þessa einstöku reynslu af afreksstarfi og Ólympíuleikum, eins og Vésteinn, og við væntum mikils af hans störfum í þágu afreksíþrótta.  Velkominn til starfa, Vésteinn! 

Á meðf. myndunum má sjá Vésteinn fyrsta daginn í vinnu og svo ásamt samstarfskonum sínum á Afrekssviðinu, Kristínu Birnu Ólafsdóttur og Brynju Guðjónsdóttur, sem stendur hægra megin við Véstein.

Myndir með frétt