Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Fráfarandi stjórnarmenn ÍSÍ heiðraðir

06.05.2023

 

Á hverju Íþróttaþingi verða breytingar á skipan framkvæmdastjórnar ÍSÍ og var engin undantekning á því nú í ár.  Að þessu sinni höfðu fjórir einstaklingar ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu.  Þeir sem hætta í stjórn eru:

Gunnar Bragason, gjaldkeri, sem setið hefur í framkvæmdastjórn frá 2002 og sem gjaldkeri frá 2004. Áður var hann m.a. forseti Golfsambands Íslands.

Ingi Þór Ágústsson, sem kom inn í framkvæmdastjórnina árið 2013 og hefur einnig gegnt öðrum leiðtogastörfum í íþróttahreyfingunni, meðal annars í stjórn Sundsambands Íslands.

Knútur G. Hauksson, sem kjörinn var inn í framkvæmdasjórn árið 2019 en hefur gegnt öðrum leiðtogastörfum í íþróttahreyfingunni um langt árabil. Knútur var m.a. formaður HSÍ í fjögur ár.

Ása Ólafsdóttir, kjörin inn árið 2017 en hún sagði sig úr framkvæmdastjórninni þegar hún var skipuð dómari við Hæstarétt. 

Við þetta tækifæri voru þessir heiðursmenn kallaðir á svið.  Ingi Þór var þá sæmdur Gullmerki ÍSÍ og þeir Gunnar og Knútur sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir ómetanleg störf sín og stjórnarsetu til margra ára fyrir íþróttahreyfinguna sem og ÍSÍ. 

ÍSÍ þakkar þeim öllum fyrir sitt þeirra framlag  og óskar þeim velfarnaðar í leik og starfi.
Á meðfylgjandi myndum má sjá forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra afhenda þessum heiðursmönnum viðurkenningarnar sínar .

Myndir með frétt