Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Úrslit kosninga á 76. Íþróttaþingi ÍSÍ

06.05.2023

 

Á 76. Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru kosningar til sjö meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Níu einstaklingar buðu sig fram í sjö sæti meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Eftirfarandi hlutu kosningu til næstu fjögurra ára (upptalningin er í stafrófsröð):

Daníel Jakobsson
Elsa Nielsen
Hafsteinn Pálsson
Hjördís Guðmundsdóttir 
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Olga Bjarnadóttir 
Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Að auki var fulltrúi Íþróttamannanefndar ÍSÍ, Kári Mímisson, staðfestur sem meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ til næstu tveggja ára eða fram að 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem verður árið 2025.

Fyrir sitja í framkvæmdastjórn ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ, Garðar Svansson, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Hörður Þorsteinsson, Úlfur Helgi Hróbjartsson, Viðar Garðarsson og Valdimar Leó Friðriksson.

Gunnar Bragason, gjaldkeri, Ása Ólafsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Knútur G. Hauksson, gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ og er þeim þökkuð frábær störf í þágu ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. 

ÍSÍ óskar nýrri stjórn til hamingju með kjörið og óskar þeim allra heilla í störfum fyrir sambandið og íþróttahreyfinguna í landinu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nýju framkvæmdastjórnina annars vegar (á myndina vantar Elsu Nielsen og Viðar Garðarsson) og svo hins vegar nýkjörið stjórnarfólk með forseta ÍSÍ, utan Elsu Nielsen sem var fjarverandi.

 

Myndir með frétt