Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
14

„Viðurkenning sem þessi er hvatning fyrir allt okkar starf“

08.05.2023

 

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á fjölmennri nýliðakynningu félagsins fimmtudaginn 4. maí síðastliðinn.

GKG er með eitt öflugasta barna- og unglingastarf landsins hvað varðar golfíþróttina.  Það var Viðar Sigurjónsson á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti formanni félagsins Jóni Júlíussyni viðurkenninguna.  Á myndinni eru frá vinstri, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Kristín Helga Ingadóttir, Guðjón Frans Halldórsson, Róbert Leó Arnórsson, Karen Lind Stefánsdóttir, Ástrós Arnarsdóttir íþróttastjóri GKG sem heldur á viðurkenningarskjalinu, Markús Árelíus Hannesson og Jón Júlíusson formaður GKG.   

„Við hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar erum mjög stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Hjá okkur í GKG er lögð rík áhersla á faglegt og metnaðarfullt starf á öllum stigum og er viðurkenning sem þessi hvatning fyrir allt okkar starf“ sagði Jón Júlíusson formaður GKG af þessu tilefni.