53. ársþing ÍBH
53. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) var haldið fimmtudaginn 11. maí sl. í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, við Strandgötu í Hafnarfirði. Vel var mætt á þingið en um 70 fulltrúar frá aðildarfélögum ÍBH voru mættir auk gesta. Þingforsetar voru Steinn Jóhannsson og Valdimar Svavarsson. Þingritarar voru Arnfríður Kristín Arnardóttir og Aðalsteinn Valdimarsson.
Hörður Þorsteinsson, úr framkvæmdastjórn, var mættur fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið auk góðra gesta; þeirra Valdimars Víðissonar, formanns bæjarráðs Hafnarfjarðar, Jóhanns Steinars Ingimundarsonar, formanns UMFÍ og Valgerðar Sigurðardóttur, formanns félags eldri borgara í Hafnarfirði.
Á þinginu voru starfandi fjórar fastanefndir; fjárhagsnefnd, íþróttanefnd, laganefnd og allsherjarnefnd, sem höfðu mismunandi tillögur að fjalla um og leggja fyrir þingið. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu ÍBH.
Hrafnkell Marinósson var endurkjörinn formaður ÍBH, en hann hefur verið formaður ÍBH frá árinu 2009. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn eru:
Aðalbjörg Óladóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar,
Anna Lilja Sigurðardóttir Badmintonfélagi Hafnarfjarðar,
Arnfríður Kristín Arnardóttir Brettafélagi Hafnarfjarðar,
Hildur Vilhelmsdóttir Fimleikafélaginu Björk,
Magnús Gunnarsson Knattspyrnufélaginu Haukum,
Már Sveinbjörnsson Golfklúbbnum Keili,
Ragnar Hilmarsson Siglingafélaginu Hafliða og
Viðar Halldórsson Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.
Að lokum veittu þrír stjórnarmenn, þau Hrafnkell, Viðar og Anna Lilja, fjölmörgum aðilum innan aðildarfélaga ÍBH Gull- og Silfurmerki ÍBH, fyrir ómetanleg störf í þágu íþróttanna. Sjá nánari upplýsingar og myndir á Facebook-síðu ÍBH. ÍSÍ óskar öllum heiðursmerkishöfum innilega til lukku með viðurkenningarnar sínar.