Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Heiðrun á ársþingi ÍHÍ og Helgi Páll Þórisson endurkjörinn formaður

15.05.2023

 

Laugardaginn 13. maí, var haldið ársþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) í Pakkhúsinu á Akureyri.  Góður andi var á þinginu, fjölmargar tillögur lágu fyrir og umræður fjörlegar.  Öllum tillögum var fundin farsæll farvegur sem þinggestir gátu sætt sig við.  Viðar Garðarsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, var þingforseti og fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Kosið var í nýja stjórn og var Helgi Páll Þórisson endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára.  Auk Helga Páls voru kjörin í stjórn Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Bergur Jónsson, Hilmar Freyr Leifsson og Olgeir Olgeirsson.  Í varastjórn voru kjörin Ingólfur Tryggvi Elíasson, Sigrún Agatha Árnadóttir og Arnar Sveinsson.

 

Eins og áður sagði var Viðar Garðarsson, mættur á þingið fyrir hönd ÍSÍ og kom það í hans hlutverk að sæma Ólöfu Björk Sigurðardóttir Gullmerki ÍSÍ fyrir hennar ómetanlegu störf fyrir íþróttahreyfinguna en hún hefur verið formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar óslitið frá 2004 þegar hún var fyrst kjörin formaður íshokkídeildar SA.  Hún er nú að hefjast sitt tuttugasta íshokkýtímabil.

ÍSÍ óskar Ólöfu Björk innilega til hamingju með viðurkenninguna!

Á myndinni eru Ólöf Björk og Viðar Garðarsson.