Þátttakendur á Smáþjóðaleikana staðfestir
Nú styttist í Smáþjóðaleikana sem fram fara á Möltu 29. maí - 3. maí næstkomandi.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur nú staðfest íslenska hópinn sem fer á hátíðina:
Hér er hægt að sjá lista yfir þátttakendur.
Í síðustu viku var haldinn upplýsingafundur með öllum þátttakendum og þeim sem að leikunum koma. Farið var yfir helstu upplýsingar varðandi ferðatilhögun, skipulag og fleira. Að mörgu er að hyggja þegar farið er í keppnisferð af þessu tagi en fararstjórn verður í höndum þeirra Brynju Guðjónsdóttur og Kristínar Birnu Ólafsdóttur, en báðar eru sérfræðingar á Afrekssviði ÍSÍ. Þær búa yfir margra ára reynslu af skipulagi og utanumhaldi slíkra ferða.
Fjöldi íslensku keppendanna er 72 talsins, þar af 45 karlar og 27 konur. Þegar íþróttafólk, þjálfarar og annað fylgdarlið er talið með er hópurinn um 120 manns í heildina.