Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Heilbrigðisteymi ÍSÍ á Smáþjóðaleikunum

01.06.2023

 

Smáþjóðaleikarnir eru í fullum gangi þessa vikuna og hafa margir frábærir íþróttamenn keppt og æft hér á Möltu við góð skilyrði.  Það getur hins vegar tekið á að keppa daglega og þess vegna eru með íslenska hópnum valinkunnir fagaðilar sem sjá um heilbrigðisþjónustu við íslensku keppendurna. Það eru Örnólfur Valdimarsson læknir, Arnar Sigurðsson, læknir, Jóhannes Már Marteinsson, sjúkraþjálfari, Hlynur Sigurðsson, sjúkraþjálfari sundhópsins og Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur.  Það er alltaf nóg að gera hjá heilbrigðisteyminu enda um 80 keppendur frá Íslandi sem þurfa að vera í sínu besta standi þegar þau taka þátt í erfiðum keppnum.  

Á meðfylgjandi mynd má sjá Arnar Sigurðsson, lækni, Jóhannes Már Harðarson, sjúkraþjálfara, Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðing, og Örnólf Valdimarsson, lækni.