Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
18

Skólaverkefni nemenda í 6. bekk í tengslum við Smáþjóðaleikana á Möltu

06.06.2023

 

Í tengslum við nýafstaðna Smáþjóðaleika stóðu skipuleggjendur og skólayfirvöld á Möltu fyrir verkefni fyrir börn á grunnskólaaldri. Var verkefnið unnið í samstarfi við skólayfirvöld hjá þátttökuþjóðunum níu sem standa að Smáþjóðaleikunum, þ.e. Andorra, Íslandi, Möltu, Mónakó, Kýpur, Lúxemburg, Lichtenstein, San Marínó og Svartfjallalandi.

Í maímánuði hafa nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla unnið ötullega að verkefnunum um Ísland, íþróttir á Íslandi og þátttöku Íslands á Smáþjóðaleikunum og staðið svo í framhaldinu fyrir kynningum fyrir nemendur á sama aldri á Möltu. Nemendur á Íslandi kynntu sín verkefni fyrir nemendahópum á Möltu og nemendur á Möltu kynntu sín verkefnin sín fyrir krökkunum í Laugarnesskóla á rafrænu formi.

Meðfylgjandi eru myndir frá hópunum í 6. bekk Laugarnesskóla við kynningarnar sínar.  

Myndir með frétt