Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Íslendingar hafa lokið keppni

28.06.2023

Í dag lauk keppni íslensku þátttakendanna á Evrópuleikunum 2023. Þeir  Sævar Baldur Lúðvíksson, Gunnar Egill Ágústsson og Andri Nikolaysson Mateev kepptu í liðakeppni í skylmingum með höggsverði. Í fyrsta leik töpuðu þeir gegn sterku liði Þjóðverja 45-18 en Þjóðverjar enduðu í þriðja sæti á mótinu. Í öðrum leik kepptu þeir við Írland og sigruðu þá 45-39 eftir glæsilega baráttu. Næst mættu þeir Póllandi og því næst Búlagríu en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir þeim eftir harða keppni. Íslensku drengirnir enduðu í 12. sæti á mótinu. 

Í tvíliðaleik karla í badminton spiluðu þeir Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson við Norðmenn í síðasta leik riðlakeppninnar. Leikurinn var mjög spennandi en endaði með 21-18, 14-21 og 13-21 Norðmönnum í hag. Kristófer og Davíð Bjarni hafa því lokið keppninni hér í Póllandi.

Íslenski hópurinn á Evrópuleikunum 2023 var Íslandi til sóma innan keppni sem utan og fara keppendur heim reynslunni ríkari eftir að hafa keppt á stærsta íþróttaviðburði í Evrópu árið 2023. Alls 48 þjóðir Evrópu taka þátt á leikunum og senda sitt sterkasta lið til keppni í fjölda íþróttagreina. Evrópuleikarnir verða haldnir aftur að fjórum árum liðnum, einu ári fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles.

Áhugasamir geta skoðað allt er varðar Evrópuleikana hér á heimasíðu leikanna.

Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi en keppni heldur áfram í ýmsum greinum þó Íslendingar hafa lokið keppni. 

Hér eru myndir af íslenska hópnum á leikunum. 

Myndir með frétt