U-21 landslið karla í handknattleik vann brons á HM í Berlín
 04.07.2023
04.07.2023
Íslenska karlalandsliðið í handknattleiks, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í handknattleik, í Berlín í Þýskalandi nú um helgina. Íslenska liðið vann lið Serbíu, 27:23, í leik um 3ja sætið í Max Schmeling Halle í Berlin.  
Íslenska liðið stóð sig afar vel á mótinu og vann alla sína leiki, að undanskildum leiknum við lið Ungverjalands í undanúrslitum á laugardag.   
Íslenska liðið endaði í 11. sæti á EM í fyrra, sem gaf sæti á mótinu í ár.  Er þetta í annað sinn á 30 árum sem Ísland vinnur til bronsverðlauna á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða, og er það virkilega flottur árangur.  
ÍSÍ óskar leikmönnum, þjálfurum og öðrum í teymi íslenska liðsins, innilega til hamingju með bronsverðlaunin.  
Meðfylgjandi mynd er af U-21 árs liðinu. Mynd/HSÍ.
