Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Íþróttaráðstefnan Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr

11.09.2023

 

Íþróttaráðstefnan „Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr” verður haldin í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri þann 23. september nk.  Ráðstefnan er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri við Akureyrarbæ, ÍSÍ og ÍBA. Tilgangur íþróttaráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir þá sem að íþróttum koma á margvíslegan hátt og gefa þeim tækifæri til að deila þekkingu sinni og ræða viðfangsefni líðandi stundar í íþróttum.  Íþróttafólk, þjálfarar, foreldrar, rannsakendur, nemar, fagaðilar og aðrir áhugasamir velkomnir!

Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir sérfræðingar ræða hvernig einstaklings- og umhverfisþættir geta tengst andlegri heilsu og frammistöðu í íþróttum og hvað hægt sé að gera til að ýta enn frekar undir farsælan feril í íþróttum.

Meðal fyrirlesara eru Dr. Göran Kenttä, lektor við sænska Íþrótta- og heilsuvísindaskólann og yfirmaður íþróttasálfræði hjá Sænska íþróttasambandinu, Prófessor Hafrún Kristjánsdóttir, sem er forseti Íþróttafræðideildar HR og Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ. 

Þátttökugjald er 3.990 kr. í forsölu og 4.990 kr. frá 16. september
Innifalið í verði: hádegisverður og tveir kaffitímar

Fyrirlestrar ráðstefnunnar verða bæði á íslensku og ensku, en ekki verður streymt frá ráðstefnunni.

Skráningu, dagskrá og nánari upplýsingar má finna hér.