Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september

21.09.2023

 

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum og hefst hún næstkomandi laugardag. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni.  Mörg sveitafélög, íþróttahéruð og íþróttafélög taka þátt í íþróttavikunni og setja upp metnaðarfulla dagskrá.  Sem dæmi um hreyfingu má nefna: opnar badmintonæfingar, sundleikfimi, hlaupaæfingar, mömmuþjálfun, heldri borgara leikfimi, gönguferðir og margt fleira.  Þá eru fjölmargir sem bjóða uppá fyrirlestra; um hlaupaþjálfun, um Fyrirmyndar foreldri í íþróttum, um vöðvarýrnun eldra fólks og fleira. 

ÍSÍ hvetur alla sem geta til að taka þátt íþróttaviku Evrópu og þeim fjölmörgu og fjölbreyttu hreyfiverkefnum sem í boði eru.

Frekari upplýsingar um íþróttavikuna og verkefnin tengd henni má finna á heimasíðu #BeActive, Facebooksíðu og Instagramsíðu BeActive.

 

Myndir með frétt