Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

Erna Héðinsdóttir valin dómari á Ólympíuleikana í París 2024

26.09.2023

 

Einn fremsti dómari á Íslandi í ólympískum lyftingum, Erna Héðinsdóttir, hefur formlega verið valin til þátttöku í dómarateymi á Ólympíuleikunum í París 2024.  Erna lauk dómaraprófi árið 2014 og alþjóðlegum réttindum (Cat. 2) árið 2016 og (Cat. 1) árið 2021, sem er hæsta dómaragráða Alþjóðalyftingasambandsins (IWF). Hún hefur einnig sótt endurmenntunarnámskeið sem í boði eru á vegum Evrópska lyftingasambandsins EWF og IWF.

Síðastliðinn ágúst var haldin prufa fyrir Ólympíuleikana í París þar sem Erna var á meðal þátttakenda og má segja að það hafi verið lokaprófið áður en valið var í dómarateymið. Í framhaldinu voru svo 48 dómarar verið valdir á Ólympíuleikana, þ.a.f. 14 frá Evrópu, sjö konur og sjö karlar og Erna valin í þann hóp.

Erna hefur verið lykilmanneskja í dómgæslu á Íslandi um langt skeið og dæmt á fjölda alþjóðlegra móta. Síðustu tvö ár, eftir að hún lauk Cat.1 prófinu, hefur hún tekið yfir dómaramenntun á Íslandi ásamt Lárusi Páli Pálssyni og haldið fjölmörg dómaranámskeið til að fjölga íslenskum dómurum.

ÍSÍ óskar Ernu innilega til hamingju með hlutverkið og óskar henni góðs gengis á Ólympíuleikunum í París næsta sumar!

Mynd/Lyftingasamband Íslands