Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Tölfræði úr fjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun

15.12.2023

 

ÍSÍ býður upp á fjarnám þrisvar á ári í almennum hluta þjálfaramenntunarinnar.  Um er að ræða þann hluta náms íþróttaþjálfara sem allir verða að sækja burt séð frá íþróttagrein.  Námið er í boði á vorönn, sumarönn og haustönn en ekki eru þó öll stigin í boði allar annirnar.  Sérgreinaþátt námsins sækja þjálfarar svo hjá sérsamböndum ÍSÍ.

Þátttaka í þessum almenna hluta námsins á árinu 2023 var góð og alls luku 148 þjálfarar námi á einhverju stigi þess.  Um 57% nemenda voru konur og 43% karlar.  Þjálfararnir komu frá alls 33 mismunandi íþróttagreinum, sem er mikil dreifing á milli greina.  Sundíþróttin átti flesta þjálfara í náminu þetta árið og listskautarnir komu þar fast á eftir ásamt körfuknattleik og frjálsum íþróttum. 

Næsta þjálfaramenntun mun hefjast 5. febrúar nk. 


Allar frekari upplýsingar um námið veitir Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000/863-1399.

Myndir með frétt