Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Stefán Runólfsson, Heiðursfélagi ÍSÍ, fagnaði 90 ára afmælinu á árinu

28.12.2023

 

Stefán sat í stjórn Íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum í mörg ár og var formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja um árabil. Hann var einnig formaður bygginganefndar Íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjum. Hann hefur hlotið æðstu heiðursviðurkenningar ÍSÍ og var kjörinn Heiðursfélagi ÍSÍ á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ heimsótti Stefán rétt fyrir jól og færði honum ÍSÍ úlpu að gjöf í tilefni merkisafmælisins. 
Stefán er hinn hressasti og sprækur miðað við aldur. Hann heldur enn heimili og er höfðingi heim að sækja. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessum fréttamola þá tekur Stefán sig vel út í nýju úlpunni enda sérlega flottur fulltrúi íþróttahreyfingarinnar í landinu.
Við hlökkum til að hitta hann hressan og kátan á viðburðum ÍSÍ á nýju ári.