Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Guðmundur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

29.12.2023

 

Guðmundur Brynjólfsson fimleikaþjálfari var sæmdur Silfurmerki ÍSÍ á Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands (FSÍ) 21. desember sl. 
Guðmundur hefur verið í lykilhlutverki í fimleikahreyfingunni undanfarin 35 ár. Hann var iðkandi sjálfur, síðar þjálfari, dómari, fagnefndarmaður bæði í tækni- og fræðslunefnd FSÍ og undanfarin ár hefur hann unnið að útbreiðslu fimleika á Íslandi með frábærum sjónvarpslýsingum á stórmótum, sem sýndar hafa verið á RÚV.

Guðmundur er einn af tveimur þjálfurum á Íslandi sem hefur fylgt keppanda á Ólympíuleika en hann fylgdi Rúnari Alexanderssyni sem þjálfari á leikana árið 2004, þegar að Rúnar náði þeim tímamóta árangri að komast í úrslit á bogahesti.

Þegar FSÍ hefur staðið fyrir alþjóðlegu mótahaldi á Íslandi hefur Guðmundur verið einn helsti sérfræðingur í tæknimálum sem og að á sama tíma fylgdi hann kvennalandsliði FSÍ eftir sem landsliðsþjálfari í 7 ár. Á þeim árum náði kvennalandsliðið frábærum árangri og urðu m.a. í 14. sæti í liðakeppni á EM 2016.

Hafsteinn Pálsson, formaður Heiðursráðs ÍSÍ, afhenti Guðmundi heiðursviðurkenninguna á hátíðinni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
ÍSÍ óskar Guðmundi til hamingju með Silfurmerki ÍSÍ.