Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Gísli Þorgeir Kristjánsson er Íþróttamaður ársins 2023

04.01.2024

 

Í kvöld voru úrslit í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) um Íþróttamann ársins 2023 tilkynnt, í beinni útsendingu RÚV frá sameiginlegu hófi ÍSÍ og SÍ á Hótel Hilton. Það er Gísli Þorgeir Kristjánsson handknattleiksmaður í Magdeburg í Þýskalandi, sem hreppti heiðursnafnbótina að þessu sinni.

Gísli Þorgeir fór á kostum með Magdeburg í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í byrjun sumars. Hann var allt í öllu gegn Barcelona í undanúrslitum keppninnar þegar liðið komst í úrslit. Hann meiddist þó illa í leiknum en tókst að spila úrslitaleikinn gegn Kielce í gegnum meiðslin. Hann var afar mikilvægur í úrslitun um þar sem Magdeburg tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir leik var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Gísli Þorgeir var einnig valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vor. Þá var Gísli lykilmaður í íslenska landsliðinu á HM. Gísli endaði meðal annars í fimmta sæti yfir flestar stoðsendingar á mótinu.

Þau þrjú efstu í kjörinu voru Gísli Þorgeir, Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee.

Þjálfari ársins var valinn Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings, og Lið ársins var valið karlalið Víkings í knattspyrnu. Aron Elís Þrándarson tók við verðlaununum fyrir hönd Víkings.


ÍSÍ óskar Gísla Þorgeiri, Arnari og leikmönnum og teymi karlaliðs Víkings, hjartanlega til hamingju með titlana og viðurkenningarnar.

Myndir/Viktor Örn Guðlaugsson

Myndir með frétt