Bjarki Pétursson er Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023
Kjör Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 fór fram við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti 6. janúar síðastliðinn. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008.
Bjarki var nálægt því að fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu í golfi og þeirri næst sterkustu í heimi. Bjarki er í landsliðshópi atvinnukylfinga á Íslandi og er einn sex kylfinga sem fá úthlutað úr „Forskoti afrekssjóði“.
Samhliða kjöri Íþróttamanneskju Borgarfjarðar voru einnig veitt fleiri verðlaun, Maraþonbikarinn, Auðunsbikarinn og Hvatningarverðlaun UMSB. Nánari upplýsingar um önnur verðlaun má finna á heimasíðu UMSB.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Bjarka Pétursson, hópinn sem fékk viðurkenningar og svo loks Fjólu Pétursdóttir, móður Bjarka, sem tók við verðlaununum fyrir hans hönd.
ÍSÍ óskar Bjarka sem og öðrum til hamingju með viðurkenningarnar sínar!