Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27

Íþróttamaður Akraness 2023

10.01.2024

 

Laugardaginn 6. janúar s.l. var tilkynnt um úrslit í kjörinu um Íþróttamann Akraness 2023 og var Einar Margeir Ágústsson, sundmaður, kjörinn í fyrsta sinn.

Einar Margeir varð á árinu 2023 Íslandsmeistari í 100m fjórsundi, unglingameistari í 50m, 100m og 200m bringusundi sem og í 100m fjórsundi. Einar setti unglingamet í sömu greinum og á hann að auki níu Akranesmet í fullorðinsflokki og 13 í unglingaflokki. Einar Margeir á þriðja hraðasta tímann frá upphafi í 200m bringusundi og 50m bringusundi.
Einar er í A-landsliði Íslands og tók þátt í alþjóðlegum mótum fyrir hönd Íslands.  Á Evrópumeistaramótinu í 25m laug var Einar í 21. sæti í 200m bringusundi, 22. sæti í 50m bringusundi og 24. sæti í 100m bringusundi. Einar hafnaði í 14. sæti í 50m bringusundi á Evrópumeistaramóti unglinga.

Í öðru sæti í kjörinu var kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir og í þriðja sæti Aníta Hauksdóttir frá Vélhjólafélagi Akraness.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Íþróttabandalags Akraness, www.ia.is.

ÍSÍ óskar Einari sem og öllum þeim sem tilnefndir voru innilega til hamingju með frábæran árangurog viðurkenningar sínar.