Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Samningur um þjóðarhöll undirritaður í höfuðstöðvum ÍSÍ

10.01.2024

 

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í dag að skrifað var undir samning milli ríkis og Reykjavíkurborgar um stofnun félags, sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, Þjóðarhöll ehf.  Fyrsta verk Þjóðarhallar ehf. er að efna til forvals og samkeppni um hönnun og byggingu þjóðarhallarinnar.  

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar mjög þessum áfanga og hlakkar til komandi tíma enda ánægjulegt að hjarta íþróttastarfs á Íslandi verði áfram í Laugardalnum í stórbættri mynd sem mun bæði nýtast afreksíþróttafólki sem og almenningi. 

Á myndinni má sjá Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Dag B. Eggertsson, borgarstjóra og Andra Stefánsson, framkvæmdastjóra ÍSÍ eftir undirritun samningsins í dag í höfuðstöðvum ÍSÍ.

Nánari frétt má finna á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands og Reykjavíkurborgar.