Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

9

Sigurbjörn Þorgeirsson kjörinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2023

19.01.2024

 

Í byrjun janúar fór fram verðlaunaafhending í Tjarnarborg, Ólafsfirði, þar sem íþróttafólk Fjallabyggðar var verðlaunað fyrir frammistöðu sína á árinu 2023. Sigurbjörn Þorgeirsson, kylfingur frá Golfklúbbi Fjallabyggðar, var valinn Íþróttamaður Fjallabyggðar árið 2023, en hann hefur undanfarin ár verið valinn besti kylfingur Fjallabyggðar. Hann keppti með landsliði Íslands 50+ á Evrópumót, þar sem hann var á meðal efstu manna auk þess sem hann varð þriðji á Íslandsmóti kylfinga 50+. 

Útnefnt var í tveimur aldursflokkum.  Annars vegar 13 – 18 ára, þar sem efnilegustu ungmennin af hvoru kyni voru útnefnd í ýmsum greinum, og hins vegar 19 ára og eldri, þar sem besta íþróttamanneskjan var valin, , í hverri íþróttagrein, óháð kyni.

Badminton: Efnilegust Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Sebastian Amor Óskarsson.
Blak: Efnilegust Tinna Hjaltadóttir og Eiríkur Hrafn Baldvinsson. Blakari ársins Dagný Finnsdóttir.
Boccia: Bocciaspilari ársins Sigurjón Sigtryggsson.
Golf: Efnilegastur Sebastian Amor Óskarsson. Kylfingur ársins Sigurbjörn Þorgeirsson.
Hestamennska: Efnilegust Margrét Hlín Kristjánsdóttir og Viktor Smári Elínarson. Hestamaður ársins Viktoría Ösp Jóhannesdóttir.
Knattspyrna: Efnilegust Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir og Jón Frímann Kjartansson. Knattspyrnumaður ársins Sævar Þór Fylkisson.
Kraftlyftingar: Kratftlyftingamaður ársins Hilmar Símonarson.
Skíði: Efnilegust Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Matthías Kristinsson. Skíðamaður ársins Helgi Reynir Árnason.

Ítarlegri frétt má finna hér

ÍSÍ óskar íþróttafólki Fjallabyggðar innilega til hamingju með viðurkenningarnar sínar.