Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27

Thelma Aðalsteinsdóttir og Vignir Vatnar Stefánsson eru íþróttafólk Kópavogs árið 2023

19.01.2024

 

Íþróttahátíð Kópavogs var haldin í Salnum fimmtudaginn 11. janúar.  Þar voru Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikakona úr Gerplu og Vignir Vatnar Stefánsson, skákmaður úr Breiðabliki, kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 2023.

Thelma varð Íslandsmeistari í fjölþraut kvenna og bikarmeistari með liði sínu Gerplu. Hún varð Norður-Evrópumeistari á tvíslá auk þess að vinna sér inn keppnisrétt á Heimsmeistaramótinu. Á HM náði hún sínum hæstu stigum í fjölþraut á alþjóðlegu móti og var nálægt því að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum. Á heimsbikarmóti í Szombathely í Ungverjalandi komst Thelma í úrslit á stökki og var fyrsti varamaður inn í úrslit á jafnvægisslá. Í lok árs var Thelma valin fimleikakona ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.  Thelma er jafnframt í Ólympíuhópi ÍSÍ. 

Vignir Vatnar varð Norðurlandameistari U20 ára í febrúar, kláraði stórmeistaratitilinn í mars og varð sextándi stórmeistari Íslendinga. Varð einnig Íslandsmeistari í skák og í 13. sæti á HM U20 ára í Mexíkó. Vignir Vatnar var áberandi í íslensku skáklífi og mikilvæg fyrirmynd fyrir ungmenni og börn sem æfa skák.

Thelma og Vignir Vatnar voru valin úr hópi 42 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Nánari upplýsingar um íþróttahátíðina og viðurkenningar má finna á heimasíðu Kópavogsbæjar.

ÍSÍ óskar Thelmu, Vigni Vatnar sem og öðrum til hamingju með við­ur­kenn­ingarnar sínar.  

Mynd/Kópavogur.is