Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Dagur Ýmir keppti í stórsvigi drengja í dag

24.01.2024

 

Dagur Ýmir Sveinsson keppti í dag í stórsvigi drengja á Vetrarólympíuleikum ungmenna. Hann var með rásnúmer 59 af 79 keppendum og í 49. sæti eftir fyrri ferð (65 keppendur kláruðu fyrri ferð). Því miður hlekktist Degi á í seinni ferðinni og náði hann því ekki að ljúka keppni í stórsviginu.

Á morgun, 25. janúar, heldur keppni í alpagreinum áfram og þá keppa þau Eyrún Erla Gestsdóttir, Þórdís Helga Grétarsdóttir og Dagur Ýmir Sveinsson í svigi. Eyrún Erla er með rásnúmer 38, Þórdís Helga með 56 og Dagur Ýmir 55. Morgundagurinn verður síðasti keppnisdagur íslensku keppendanna í alpagreinum.

Þann 29. janúar hefja svo íslensku keppendurnir í skíðagöngu keppni, þau Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir. Íslenski hópurinn er mjög ánægður með aðstæður og aðbúnað á svæðinu og veðrið síðustu daga hefur verið bjart en kalt.

Slóðir á tímatöku/úrslit í sviginu á morgun:

Stelpur:    Gangwon, Youth Olympic Winter Games, Women, Gangwon, Slalom (fis-ski.com)

Strákar:    Gangwon, Youth Olympic Winter Games, Men, Gangwon, Slalom (fis-ski.com)

Upplýsingasíða fyrir Vetrarólympíuleika ungmenna í Gangwon.

Myndir með frétt