Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
26

Flottur dagur á Vetrarólympíuleikum ungmenna

25.01.2024

 

Ísland átti þrjá keppendur í svigi á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í dag. Eyrún Erla Gestsdóttir var 43. eftir fyrri ferð og endaði í 31. sæti af 78 keppendum en Þórdís Helga Grétarsdóttir, sem var í 44. sæti eftir fyrri ferðina náði ekki að klára seinni ferðina og lauk því ekki keppni. Dagur Ýmir Sveinssonvar í 41. sæti eftir fyrri ferð en vann sig upp í 25. sæti í seinni ferðinni. Góður dagur hjá íslenska hópnum í dag.

Íslensku keppendurnir í alpagreinum hafa nú lokið keppni á leikunum.

Þann 29. janúar hefst svo keppni í skíðagöngu þar sem þau Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir taka þátt.

 

Upplýsingasíða fyrir Vetrarólympíuleika ungmenna í Gangwon.

Myndir með frétt