Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ísland hefur lokið keppni á YOG

30.01.2024

 

Í morgun, 30. janúar,  kepptu þau Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir í 7,5 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð (Classic) á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon, Suður-Kóreu. Aðstæður til keppni voru frábærar, heiðskírt, stilla og hiti við frostmark.

Okkar fólk stóð sig vel í göngunni. María Kristín náði 54. sæti af 76 keppendum sem luku keppni og Hjalti náði 44. sæti af 78 keppendum. Þau luku þar með keppni á leikunum og var þetta síðata keppnisgrein íslenska hópsins, sem leggur af stað heim á leið á morgun.

Hópurinn er ánægður með dvölina í Kóreu enda allur aðbúnaður og aðstæður eins og best verður á kosið, bæði í þorpunum þar sem hópurinn dvaldi og á keppnissvæðunum.

Brynja Guðjónsdóttir, aðalfararstjóri: „Við erum stolt af íslensku keppendunum og þeirra föruneyti á leikunum. Þau hafa staðið sig vel í keppni og ekki síður verið virkir þátttakendur í því sem leikarnir hafa upp á að bjóða en á Vetrarólympíuleikum ungmenna er einnig lögð áhersla á þau jákvæðu áhrif sem þátttaka í íþróttum hefur á samfélög, mikilvægi hreyfingar í lífi fólks og félagslegu hliðina. Það er ótrúleg reynsla að taka þátt í viðburði af þessari stærð og máta sig inn í bestu aðstæður í keppni, með jafnöldrum frá öllum heimshornum. Það hefur verið hugsað vel um okkur hér í Suður-Kóreu og við komum öll heim reynslunni ríkari, með skemmtilegar minningar í farteskinu."