Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

Heilsu- og hvatningarátakið Lífshlaupið hálfnað

19.02.2024

 

Lífshlaupið 2024 hófst 7. febrúar síðastliðinn og gengur vel.  Nú þegar þetta frábæra heilsu- og hvatningarátak er rúmlega hálfnað má geta þess að skráðir eru 14.916 þátttakendur og 1.425 lið.  Skráðir eru 104.707 dagar í hreyfingu og 8.092.379 mínútur og breytast þessar tölur í sífellu.  Ennþá er hægt að skrá sig til leiks en skemmtileg keppni er í gangi á mörgum vinnustöðum og skólum.  

Skráningarleikurinn er líka í fullum gangi. Í grunn- og framhaldsskólakeppninni fá heppnir þátttakendur glæsilega vinninga frá Mjólkursamsölunni. Í keppni vinnustaða og hreystihópa 67ára og eldri fá heppnir þátttakendur gjafabréf frá Móður Náttúru.
Vinningshafar eru dregnir út á hverjum virkum degi í þættinum Hjartagosar á Rás2, allt til 27. febrúar.
Vinningshafar í skráningar- sem og myndaleik eru settir inn á heimasíðu Lífshlaupsins undir vinninghafar.

Auðvelt er að taka þátt og skrá hreyfingu sína í Lífshlaupinu.  ÍSÍ hvetur öll til að taka þátt og gera sitt besta til að uppfylla ný hreyfiviðmið Landlæknisembættisins, sem finna má hér.  

Myndin sem fylgir er að þátttakendum Lífshlaupsins frá Lyfjastofnun sem kalla sig Labbakúta.

Takmörkum kyrrsetu - öll hreyfing skiptir máli.