Íslenska landsliðið í bogfimi vann til fimm verðlauna á EM
Íslenska landsliðið í bogfimi stóð sig vel á Evrópumeistaramótinu (EM) í bogfimi sem haldið var í Króatíu um helgina og vann til sinna fyrstu verðlauna á EM. Liðið vann ein gullverðlaun, tvenn silfur- og tvenn bronsverðlaun.
Svona skiptust verðlaunin:
Gullverðlaun í berboga karla U21 - liðakeppni
Auðunn Andri Jóhannesson
Baldur Freyr Árnason
Ragnar Smári Jónasson
Silfurverðlaun í berboga kvenna U21 - liðakeppni
Heba Róbertsdóttir
Lóa Margrét Hauksdóttir
Maria Kozak
Bronsverðlaun í trissuboga kvenna - liðakeppni
Anna María Alfreðsdóttir
Ewa Plozaj
Matthildur Magnúsdóttir
Silfurverðlaun í berboga kvenna U21 - einstaklingskeppni
Lóa Margrét Hauksdóttir
Bronsverðlaun í berboga karla U21 - einstaklingskeppni
Baldur Freyr Árnason
Fleiri keppendur var nálægt því að komast á verðlaunapall og má finna nánari upplýsingar um árangur þeirra og liðsins á frétt á heimasíðu bogfimi.is.
ÍSÍ óskar keppendum og teymi íslenska liðsins innilega til lukku með fyrstu verðlaun Íslands á EM!
Mynd/bogfimi.is