Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Tryggvi sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi AKÍS

11.03.2024

 

Tólfta ársþing Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal á laugardag, 9. mars. Á þingið mættu kjörmenn frá tíu íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir.  Þingið var hefðbundið þar sem farið var yfir ársreikninga og árskýrslur síðasta árs auk þess sem kosið var í stjórn AKÍS til næstu ára.  Hafsteinn Pálsson, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu auk þess sem hann gegndi starfi þingforseta.  

Aðeins var einn í framboði til formanns og var Jón Þór Jónsson sjálfkjörinn sem formaður.
Í stjórn voru kjörin til næstu tveggja ára Baldvin Hansson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Páll Jónsson, og Tryggvi M. Þórðarson kjörinn til eins árs.  

Í varastjórn voru kjörin Halldór Viðar Hauksson, Hanna Rún Ragnarsdóttir og Valdemar Johnsen, en áfram sitja í stjórn  Sigurður Ingi Sigurðsson og Ari Halldór Hjaltason.

Í upphafi þings sæmdi Hafsteinn Pálsson, formaður Heiðursráðs ÍSÍ, Tryggva M. Þórðarsyni, fráfarandi formanni AKÍS, Gullmerki ÍSÍ en hann hefur unnið mörg góð störf í þágu akstursíþrótta á Íslandi í mörg ár.   

ÍSÍ þakkar Tryggva fyrir sitt ómetanlega starf í þágu íþróttanna og óskar honum til hamingju með Gullmerkið!

Myndir frá þinginu/AKÍS

Myndir með frétt