Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Vel mætt á ársþing USAH

19.03.2024

 

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) hélt ársþing sitt í Húnaskóla á Blönduósi laugardaginn 16. mars síðastliðinn.  Vel var mætt á þingið þar sem alls voru 35 þingfulltrúar mættir af 36 mögulegum.  Þingforseti var Ingibergur Guðmundsson og stýrði hann þinginu af röggsemi og þekkingu. 

Fjöldi tillagna lá fyrir þinginu og fengu þær góða og málefnalega umræðu.

Stjórn USAH skipa þau Snjólaug M. Jónsdóttir formaður, Brynhildur Erla Jakobsdóttir varaformaður, Ingvar Björnsson gjaldkeri, Baldur Magnússon ritari og Guðmann Jónasson meðstjórnandi. 

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ.     

Myndir með frétt